Afrétting og heflun ehf er fjölskyldufyrirtæki í eigu og stjórn Guðmundar Böðvarssonar og var stofnað árið 2004. Fyrirtækið sérhæfir sig í jarðvinnu- og vegagerð en Guðmundur er með yfir 30 ára reynslu af slíkum verkefnum, bæði á Íslandi, Noregi og Færeyjum, sem hefilstjóri og tækjamaður en einnig sem verkefnastjóri.
Þessi reynsla gerir Afréttingu og heflun sérstaklega hæft til þess að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni, og tryggir að við getum boðið áreiðanlega og góða þjónustu.
Helstu verkefni fyrirtækisins snúa að vegheflun, afréttingu undir klæðningar í vegavinnu, snjómokstri og gröfuþjónustu, auk annarra jarðvinnuverkefna.
Okkar markmið er alltaf að uppfylla væntingar viðskiptavina okkar um gæði og góða þjónustu, hvort sem um ræðir lítil eða stærri verkefni fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila. Við leggjum mikla áherslu á öryggi og nákvæmni í öllum okkar verkefnum og erum stolt af því að veita þjónustu sem byggir á trausti, fagmennsku og áreiðanleika.