Afrétting og heflun býður upp á faglega þjónustu í jarðvinnu, vegheflun, snjómokstri og gröfuverkum fyrir fyrirtæki, einstaklinga og opinbera aðila. Við leggjum ríka áherslu á nákvæmni og skilvirkni í öllum verkum, bæði stórum og smáum. Við höfum áratuga langa reynslu í vegheflun, snjómokstri og vegagerð. Fyrirtækið notast við hágæða tækjabúnað sem einfaldar og flýtir fyrir verkum og leggur metnað sinn í að mæta háum kröfum um gæði og vönduð vinnubrögð.
Hafðu samband við okkur og fáðu tilboð í verkið þitt.
Hjá Afréttingu og heflun leggjum við áherslu á að vera vel búin til þess að mæta þörfum og kröfum viðskiptavina.
Þess vegna höfum við fjárfest í hágæða tækjum og tækni sem gerir okkur kleift að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Veghefillinn okkar er búinn áreiðanlegri GPS-tækni og alstöð frá Trimble, sem gerir okkur kleift að vinna með gríðarlegri nákvæmni.
Tæknin ásamt áratuga reynslu hefilstjórans, Guðmundar Böðvarssonar, eykur skilvirkni, styttir tíma og minnkar kostnað verkefna.
Árið 2023 tókum við í notkun nýja alstöð, sem er sérstaklega mikilvæg í þröngum aðstæðum, svo sem í þéttbýli eða innandyra í stórum mannvirkjum, þar sem GPS-samband getur verið takmarkað. Þessi tækni gerir okkur kleift vinna með hámarks nákvæmni í öllum mögulegum aðstæðum.
Hjá Afréttingu og heflun skiljum við mikilvægi þess að vera sveigjanleg og fjölhæf í okkar vinnu. Árið 2022 fjárfestum við í nýrri CAT M316 hjólagröfu ásamt sturtuvagni og rototilti. Hjólavélin er einnig búin nýjustu GPS-tækni frá Trimble og hefur möguleika á alstöð.
Hjólagrafan er í hentugri stærð fyrir stærri og minni verkefni og sturtuvagninn auðveldar okkur að flytja tæki og jarðveg á milli staða.
Þetta gerir okkur kleift að vinna hraðar og skipta á milli tækja með lágmarks töfum, sem skilar sér í aukinni skilvirkni og styður við að halda verkefnum á áætlun.